Þjálfarar & Starfsfólk

Brynhildur Sædís Pétursdóttir (Brynna)

Brynhildur hefur þjálfað konur hjá JSB síðan 2012 og kennir bæði almenna líkamsrækt og lífstílsnámskeið. Hún fékk þjálfun sína sem líkamsræktarkennari hjá JSB en Brynna, eins og við þekkjum hana, hefur sótt fjölda námskeiða bæði innanlands og erlendis um líkamsrækt og heilbrigðan lífstíl.

Líkamsrækt er eitt aðaláhugamál hennar og stundar hún reglulega útihlaup og æfingar. Annað áhugamál hennar er tónlist og hefur hún sungið með nokkrum kórum auk þess hún sótti námskeið hjá Söngskóla Reykjavíkur.

Brynna starfar líka sem snyrtiráðgjafi hjá Halldóri Jónssyni ehf og hefur verið í snyrtivörubransanum lengi, bæði sem förðunarfræðingur og verslunarstjóri. Hún lærði förðunarfræði hjá Face Stockholm skólanum.

ToppForm-salur 1, FIT Form 60+ salur 1, ToppForm-salur 1, FIT Form 60+ salur 1, TT-salur 2, ToppForm-salur 1, TT-salur 2, FIT Form 60+ salur 1

Colleague Trainers