Þjálfarar & Starfsfólk

Irma Gunnarsdóttir

Irma Gunnarsdóttir starfar sem dans- og líkamsræktarkennari hjá JSB. Hún starfar einnig sem aðstoðarskólastjóri Danslistarskóla JSB. Hún hefur sinnt ýmsum stjórnunar- og félagsstörfum tengdum listdansi á undanförnum árum og starfað sem danshöfundur samhliða kennslu. Irma lauk meistaranámi í listkennslu með M.Art.Ed. gráðu frá Listaháskóla Íslands í janúar 2012. Hún lauk danskennaraprófi DÍ árið 1990 og stúdentsprófi frá MR árið 1986. Hún stundaði dansnám hjá Jazzballettskóla Báru á árunum 1980 – 1990 og var áður í fimleikum og ballet frá 8 ára aldri.

Á 30 ára starfsferli sem danslistamaður hefur Irma samið fjölmörg dansverk og sett upp ótal nemendasýningar. Hún er einn af stofnendum DANSleikhússins og starfaði við það sem danshöfundur og framkvæmdastjóri á árunum 2002 – 2009. Árið 2007 hlaut hún áhorfendaverðlaun í dansleikhússamkeppni Íslenska dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur fyrir verk sitt ON HOLD. Árið 2011 setti Irma upp verkið AMPERE í Rafstöðinni við Elliðaárdal. Verkið var samið í tengslum við meistaraverkefni hennar í listkennslu.

ToppForm-salur 1, FIT Form 60+ salur 1, FIT Form 70+ salur 1, FIT Form 60+ salur 1, FIT Form 60+ salur 1