Hafðu samband

Heimilisfang: Lágmúli 9, 105 Reykjavík Sími: 581-3730 Netfang: [email protected]

+354-581-3730

[email protected]

Frá toppi til táar – Upplýsingar

Gullnu TT –reglurnar þrjár

  • 1. Brosa, drekka vatn og hugsa grönn!
    Þessi fullyrðing virðist í fyrstu ofureinföld og jafnvel brosleg. Það er aftur á móti hérna sem vinnan hefst – hugurinn ber þig hálfa leið. Jákvætt hugarfar er grundvallaratriði ef þú ætlar að ná árangri!
  • 2. Ekki neita þér um – annað hvort viltu eða vilt ekki!
    Það er mikill munur á því að vera sífellt að neita sér um eitthvað eða hvort maður vill eða vill ekki. Taktu ákvörðun, það ert þú sem ræður. Viltu þetta núna, eða viltu þetta ekki núna? Gerðu ráðstafanir í samræmi við þessa ákvörðun. Það mun koma þér á óvart hvað þetta virkar vel. Taktu eftir því hvað ákvörðunin veitir þér mikla vellíðan. Það er gott fyrir bæði líkama og sál að gera það sem maður vill og ná árangri í samræmi við viljann.
  • 3. Ekki gera neitt sem þér þóknast ekki!
    Það er ekki hægt að gera vel það sem maður vill ekki gera! Núna ert þú að gera það sem þú vilt. Ekki eiga bágt, þú ert ekki fórnarlamb kringumstæðna heldur stjórnandi aðgerða. Hversu góður stjórnandi ert þú? Árangur þinn er á þínu valdi. Ekki láta óttann við að ná ekki settu marki aftra þér frá því að leggja þig alla fram. Mundu að verkefnið er tímabundið. Það hefst við þyngdartap og lýkur þegar réttu holdafari er náð. Milli þín og fulls árangurs er einungis tími – dýrmætur tími. Farðu vel með hann.

Þetta gerum við!!

  • Mætum 3 til 5 sinnum í viku
  • Förum á vigt í hverjum tíma
  • Setjum okkur markmið og náum þeim
  • Lærum rétta líkamsbeitingu í leik og starfi
  • Hugsum “grannar” alltaf
  • Eflum jákvæða hugsun um okkur sjálfar
  • Náum jafnvægi á andlegri og líkamlegri líðan
  • Það sem fjallað verður um
  • Matreiðsla
  • Næringarfræði
  • Af hverju fitnum við?
  • Hvað gerist þegar við grennumst?
  • Þó að ég grennist fitna ég fljótt aftur. Af hverju?
  • Þarf ég að vera í megrun alla ævi?
  • Mikilvægi hreyfingar
  • Afleiðingar þjálfunarleysis
  • Líkamsburðir
  • Sjálfstraust – kemur innan frá, sést utan frá
  • Snyrting og útlitið í heild

Hæsta og lægsta tala

Hæsta og lægsta tala – hér er átt við þumalputtareglu varðandi það þyngdarbil sem æskilegt er að halda. Hæsta tala: Hæð mínus metri. Lægsta tala: Hæð mínus einn metri og 10 kíló. Aldrei yfir hæstu tölu! Eftir að hæstu tölu er náð verður þyngdaraukning mjög hröð.

Kostir þess að hreyfa sig reglulega:

  • Líkaminn styrkist og þéttleiki beinanna eykst sem kemur í veg fyrir beinþynningu þegar við eldumst
  • Ónæmiskerfið styrkist og þannig má koma í veg fyrir marga sjúkdóma eins og sykursýki, æða-og hjartasjúkdóma, kvíða og þunglyndi
  • Sjálfstraustið eykst
  • Við sofum og hvílumst betur
  • Blönduð líkamsrækt þ.e.a.s. tímar þar sem æfingum er dreift nokkuð jafnt á milli vöðvaflokka er betri kostur sem almenn líkamsrækt
  • Sterkir vöðvar eyða meiri orku en máttlitlir

Vatn:

Vatn er mikilvægasta næringarefni líkamans. Við getum einungis lifað í nokkra daga án þess. Í samanburði getur skortur á öðrum næringarefnum tekið vikur, mánuði og jafnvel ár að gera okkur skaða. Drekkum 8 glös – 2 lítra – af vatni á dag.