Hvernig gerum við ?

Þrátt fyrir að leyfilegt sé að opna ræktina aftur þá þurfum við að fylgja hörðum sóttvarnareglum. En við höfum gert þetta áður og getum auðveldlega gert þetta aftur 😅

  • Mætum 5 mín fyrir tímann okkar og yfirgefum húsnæði strax að æfingu lokinni.
  • Komum tilbúnar í æfingafötum og sturtum okkar heima. Búningsklefar lokaðir og sturtur eru einnig lokaðar.
  • Mætum með handklæði til að setja á æfingadýnuna eða með eigin dýnu.
  • Grímuskylda er í almennu rými, þegar komið er inní sal og búið að stilla upp þá er leyfilegt að æfa án grímunnar.
  • Minnum svo á persónulegt hreinlæti. Þvo hendur og spritta fyrir og eftir tíma.

Gerum þetta saman og þá verður þetta ekkert mál.

ATH. Öll kort í gildi. Öll kort sem voru með gildistími til 31.des eru í gildi sem samsvarar lokun vegna sóttvarnarreglna.

Hér má sjá reglugerðina í heild sinni.