JSB lokað enn um sinn 💗

20.10.2020

“Í tilkynningu frá Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins nú í kvöld segir að nú sé viðkvæmur tími í faraldrinum. Smitum á höfuðborgarsvæðinu hafi fækkað síðustu daga. Næstu daga sé mikilvægt að ná enn frekari tökum á þessari bylgju svo hægt verði aftur að draga úr sóttvarnarráðstöfunum í stað þess að herða frekar á þeim. Sóttvarnaryfirvöld og almannavarnir hafi hvatt alla og höfuðborgarsvæðið sérstaklega til að halda áfram að koma í veg fyrir hópamyndun, nánd og blöndun aðila úr ólíkum áttum næstu vikur. Markmiðið er að draga úr dreifingu og vexti veirunnar og vinna gegn auknu álagi á heilbrigðiskerfið.” -Jón Viðar Matthíasson framkvæmdarsatjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins.

Í ljósi þessara tilmæla munum við hjá Líkamsrækt JSB hafa lokað enn um sinn. Við viljum sýna ábyrgð í verki og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama.

Við ætlum að endurskoða stöðuna eftir helgi. Við erum öll almannavarnir.💗

Við munum framlengja öll kort sem samsvarar tímalengd lokunar hjá okkur. Farið vel með ykkur elsku JSB konur á þessum skrítnu tímum. Sjáumst vonandi sem allra fyrst í salnum.

https://www.umfi.is/utgafa/frettasafn/ithrottakennsla-leyfd-utandyra-skolasund-fellur-nidur-a-hofudborgarsvaedi/