Hafðu samband

Heimilisfang: Lágmúli 9, 105 Reykjavík Sími: 581-3730 Netfang: [email protected]

+354-581-3730

[email protected]

Kom sér í formí fæðingarorlofinu

Þórunn Pálsdóttir er 34 ára gömul ljósmóðir. Hún eignaðist barn í ágúst 2012 og bætti á sig einhverjum kílóum eins og gengur og gerist. Þórunn vildi koma sér í form sem fyrst og ákvað því að fara að ráðum vinkonu sinnar sem hafði náð góðum árangri á TT námskeiði hjá JSB í sínu fæðingarorlofi.

Þórunn segist hafa verið of þung alveg frá því á unglingsárunum og aldrei verið í reglubundinni hreyfingu. Eftir barnsburðinn fannst henni nóg komið og eftir áramótin 2013 tók hún þá ákvörðun að gera eitthvað í sínum málum. „Þann 10. janúar 2013 fór ég inn á síðuna hjá JSB og sá að TT námskeiðin áttu að byrja næsta dag. Ég ákvað að hringja og var svo heppin að komast að. Ég fékk leyfi til að koma og prófa einn tíma þar sem ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Ég hafði aldrei farið í svona tíma þar sem ég er algjörlega taktlaus og satt best að segja hafði ég ekki þorað. Ég ákvað samt að drífa mig og sé ekki eftir því í dag.“

Staðráðin í að ná árangri strax. Hún kom syninum fyrir í barnapössuninni og reyndi að mæta í hvern einasta tíma. Það gekk mjög vel og hún fór líka að mæta í tíma í opna kerfinu sem henn fannst mjög skemmtilegt. Mataræðið tók hún sömuleiðis föstum tökum. „Ég ákvað það strax í byrjun að ég ætlaði ekki að vera í einhver ár að taka þessi kíló af mér. Þetta skyldi gert með trompi og markmiðið var sett á að vera 75 kg. Ég er 175 á hæð og þetta er því hæsta talan mín.“ (Hæsta og lægsta tala – hér er átt við þumalputtareglu varðandi það þyngdarbil sem æskilegt er að halda. Hæsta tala: Hæð mínus metri. Lægsta tala: Hæð mínus einn metri og 10 kg).

Ekkert bannað í JSB. Matseðillinn samanstóð af hafragraut á morgnanna, skyrhristingi um hádegið, hrökkbrauði með léttosti og grænmeti, ávöxtum og grænmeti yfir daginn og síðan var borðaður kvöldmatur. „Kvöldmaturinn var allur hollur heimilismatur og ég reyndi að hafa alltaf ferskt grænmeti með. Ég borðaði aldrei neitt eftir kvöldmat, sleppti öllu brauði, sælgæti, kökum og áfengi var ekki í boði á þessum tíma nema algjörlega spari. Ef ég átti slæman dag (of margar hitaeiningar) þá var tekið á því næstu daga á eftir. Það þýddi ekkert að gefast upp. Það er ekkert bannað í JSB hvað varðar mataræði svo lengi sem maður fer ekki yfir ákveðinn hitaeiningafjölda yfir daginn. Eins og Bára segir þá ertu búin að smakka allt þetta óholla og núna meðan þú ert að taka á þínum málum langar þig bara ekkert í það.“

Kveikt á keppnisskapinu. Það er stöðugt verið að tala um alls kyns matarkúra en það sem þarf til að léttast er einfaldlega að draga verulega úr hitaeiningafjöldanum og hreyfa sig. „Fyrstu sex mánuði ársins 2013 hafði ég lokið þremur TT námskeiðum. Þetta var vissulega erfitt á köflum. Það var vigtun í hverjum TT tíma sem gerði það að verkum að gamla keppnisskapið kom upp og vildi maður auðvitað að vigtin færi alltaf niður á við. En það var ekki þannig, stundum stóð vigtin í stað, stundum fór hún upp en sem betur fer gekk þetta mjög vel því alls fóru 23 kg á þessum tíma og 122 cm. Þetta snýst bara um viljastyrk og þá er allt hægt.“

Upplagt fyrir nýbakaðar mæður. „Ég var mjög ánægð í JSB,“ segir Þórunn sem ákvað að vera þar áfram og keypti sér árskort. „Nú tekur líka við sá tími að maður verður að halda í þann árangur sem hefur náðst og það held ég að sé mesta vinnan. Maður verður að passa áfram upp á mataræðið, hreyfa sig og halda áfram að vigta sig reglulega svo að kílóin læðist ekki að manni aftur.“ Hún ber starfsfólki JSB vel söguna og segir það yndislegt, jafnframt segir hún að tímarnir séu góðir og andinn í húsinu frábær. „Ég mæli með JSB fyrir allar konur og þá sérstaklega þær sem eru í fæðingarorlofi og vilja koma sér aftur í form eftir barnsburð. Það er frábært að geta komið þarna með litla krílið í barnapössunina, fá útrás í tíma og hitta aðrar konur. Fyrir vikið hefur maður meira úthald og líður betur á allan hátt. Takk kærlega fyrir mig!“