Konan á bakvið JSB heilsustöðina

Bára Magnúsdóttir er konan á bak við JSB heilsustöðina. Hér segir hún frá starfseminni og hvaða áherslur hún leggur á.

Tónninn í okkur á þessu hausti er svolítið svona „Lífsgæða njóttu”. Ræktin á að vera til að þú njótir lífsins betur, líði vel í eigin skinni, líði vel eftir tímann, finnir þrekið vaxa, skapið batna og allir hlutir eru einfaldlega léttari í hinu daglega lífi ef þú stundar líkamsrækt við hæfi sem gerir þér gagn.

Besta markmiðið er:

Ég stunda líkamsrækt til að vera besta útgáfan af mér alla ævi. Sumir koma sér ekki af stað, finnst þeir aldrei hafa tíma eða alltaf vera of þreyttir, en málið er að suma „þreytu” er ekki hægt að hvíla úr sér, komdu þér í form og finndu þreytuna hverfa og þrekið vaxa.

Flækjustigið í ræktinni hefur farið svolítið úr böndunum finnst okkur og því viljum við reyna að einfalda valið fyrir þá sem hreynlega eru haldnir valkvíða af öllu því sem er í boði og finna samt ekkert fyrir sig. Viltu vera í opnum eða lokuðum tíma, bara tvennt í boði. Og hverjir eru kostirnir? Í opna kerfinu velur þú þá tíma sem hugnast þér og mætir þegar þú vilt og getur. Frábært úrval af góðum og skemmtilegum tímum, alltaf eitthvað nýtt. Til dæmis er foam Flex og lotuþjálfun nýtt í opna kerfinu núna en opna kerfið er breytilegt í eðli sínu – tímar koma og fara. En í lokuðum tíma er ákveðið utan um hald og ákveðið æfingaprógram sem þú ert að stunda og þjálfararnir sjá um að byggja upp í tímunum og þú mætir á ákveðnum tíma og dögum.

Þetta fyrirkomulag hjálpar mörgum að gera ræktina að föstum punkti í hinu daglega lífi og jafnvel að mæta betur, það er gaman að æfa saman, stemning myndast og svona svolítil klúbbstemning. Þetta prógram getur þú valið þér fyrir allan veturinn og árum saman þess vegna og þú heldur þér í góðu formi alla ævi. Þessi kerfi eru meðal annars Fit-Form og Mótun.

Svo eru aðeins sérhæðari kerfi, frábær og skemmtileg eins og Fit-Pilates, hlýtt Yoga og Rope Yoga, allt lokaðir tímar og svo er hægt að svissa á milli kerfa. Ef þetta er ekki málið, þá viltu kanski æfa í tækjasal hjá einkaþjálfara ein eða í fámennum hópi. Til að svara þessu höfum viðbæði einkaþjálfun og hið frábæra SS, eða stutt og strangt. Ef málið er að þú þarft að „taka til” í holdarfarinu sem flestir þurfa og eiga að gera gera öðru hvoru nú þá velur þú þannig prógram og gengur í málið.

Það er nú einu sinni svo að útlitið endurspeglar heilsu þína að einhverju marki. Þeir sem eru í yfirþyngd eru ekki í sínu besta formi og það eru ekki forréttindi að vera í góðu formi, það geta það allir,en markmiðið þarf að vera fjall skírt og ekki kvika frá þeirri ákörðunatöku að nú ætlir þú ekki lengur að vera í yfirþyngd og þá er eins og sagt er, hálfnað verk þá hafið er og þú munt ljúka þínu ætlunarverki.

Það er enginn vandi að fitna, það geta það allir,ef þeir eru heilbrigðir, já það er nefnilega ekki veikleikamerki að fitna, því þannig erum við gerð, ef við fáum fleiri orkueiningar en við komust yfir að nota (sama hvort þær eru hollar eða óhollar) þá söfnum við upp, geymum til seinni tíma,svona hefur það allaf verið og þessi eiginleiki okkar hefur einmitt haldið okkur á lífi í gegnum aldirnar þegar fæðuöflun var ekki eins regluleg og nú á okkar tímum. Þetta er sem sagt einn af okkar góðu hæfileikum sem er að koma okkur í koll núna á þessum tíma þar sem vandinn er ekki van heldur of mikið framboð af því sem er miður gott, þar sem eitt nammistykki getur innihaldið orkueiningar heillar máltíðar.

Það er ekki eins flókið og margir halda að koma sér út úr þeim kringustæðum með réttu hugarfari og fræðslu. Og málið er að við erum ekki að ná tökum á holdarfarinu til að afneita öllu þessu „góða ” í lífinu, þvert á móti ,einmitt til að njóta þess að gera það sem við viljum þegar og ef við viljum. Fyrir þetta verkefni bjóðum við TT námskeiðið frá Toppi Til Táar sem er sívinsælt og árangursríkt. Það eru níu flokkar í boði – allur aldur frá 14 ára og eldri.