OPNUM AFTUR ÞANN 13.JANÚAR 😀

⭐️Gleðifréttir ⭐️

Líkamsrækt JSB opnar aftur 13.janúar. skv. nýjum sóttvarnarreglum

-ÖLL KORT Í GILDI- ToppForm, FitForm, Yoga, Dansfitness.

Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Starfsemi verður heimil með ströngum skilyrðum. Fjöldi gesta má að hámarki vera helmingur þess sem kveðið er á um í starfsleyfi, eða helmingur þess sem búningsaðstaða gerir ráð fyrir ef gestafjölda er ekki getið í starfsleyfi. Einungis er leyfilegt að halda skipulagða hóptíma þar sem hámarksfjöldi í hverjum hópi eru 20 manns og gestir í hvern tíma skráðir. Búningsklefar skulu vera lokaðir. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Sóttvarnalæknir mun setja fram ýtarlegar leiðbeiningar um sóttvarnir á heilsu- og líkamsræktarstöðvum.

Allir Topp-Form og Fit-Form hópar á sömu tímum og var. Innritun á nýtt TT námskeið hefst mánudag 11 janúar. Tímar í boði 6:15-7:20-10:30-16:40 og 17:40

Hlökkum til að sjá ykkur, nú verður tekið á því💪